Færsluflokkur: Matur og drykkur
15.11.2009 | 22:01
Rjúpnaveiðin gengur rólega hjá mér!
Rjúpnaveiðin hefur gengið frekar rólega hjá mér...búinn að fara í 3 túra og varla komin með í eina litla máltíð. Það vantar snjóinn! Erfitt að ganga á mjúkum mosa og mjúkri jörð. Hefði frekar viljað að veiðitíminn væri lengra fram í desember, þá er meiri líkur á frosinni jörð og snjó..og einnig mikið erfiðara að sjá rjúpuna á löngu færi! Þetta er vetrarsport!
Matur og drykkur | Breytt 13.2.2010 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 20:40
Myndaalbúm aðeins 150MB!!!
22.2.2009 | 23:01
Fékk ekki úthlutað hreindýr þetta árið, 7 á undan mér!!!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 16:53
Andaveisla í kvöld.
Það verður andaveisla í kvöld.
Þórólfur er að elda stokkönd sem hann skaut fyrir vestan fyrir 12 dögum. þetta er hans fyrsta önd sem hann veiðir.
Við Anna komum með 2 stokkendur sem eru að fara í ofninn núna. Þessa endur voru skotnar á suðurlandi og fyrir vestan fyrir nokkrum vikum.
Þessi að sunnan er mjög feit og stór, en þessi sem skotin var fyrir vestan er minni, ekki eins feit og líklega yngri!!!!
ÞAð verður fróðlegt að finna bragðmuninn á þessum öndum.
22.11.2008 | 11:54
Nokkrir dagar eftir af rjúpnaveiðitímanum.
Nú eru bara nokkrir dagar eftir af rjúpnaveiðitímanum.
Það stendur til að fara á morgun eitthvað austur á rjúpnaveiðar og athuga með önd í leiðinni.
Ég hefði viljað hafa rjúpnatímann aðeins í desember þegar snjór er kominn yfir allt og dagurinn stuttur.
Það er meiri stemming að fara á veiðar þegar frost er og snjór.
11.9.2008 | 11:20
Fyrirhuguð Hreindýraveiðiferð næstu daga
Nú er verið að undirbúa ferð á hreindýr þegar styttir upp fyrir austan
Skúli bróðir er með leyfi fyrir kú á svæði 7.
Verðum að hafa harðar hendur því tíminn er stuttur og veðurútlitið er ekki gott.
Mánudagurinn er síðasti dagur sem við höfum til að skjóta dýrið.
Búið að vera gott laxveiðisumar.
fór í Hítará, Stóru Laxá, Hítará II, Fnjóská, Elliðaár, Gljúfurá og á eftir að fara í Grímsá í sjóbirting.
á einnig eftir að fara nokkra gæsatúra
25.2.2008 | 09:57
Fékk ekki úthluta hreindýraveiðileyfi á svæði 8 annað árið í röð!
Kæri veiðimaður!
Dregið var úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi þann 23. febrúar sl.
Fjöldi leyfa var 1.333 og fullgildar umsóknir sem bárust voru 3.038. Af þeim fengu 1.333 úthlutað dýri í fyrstu umferð. Því miður fékkst þú ekki úthlutað dýri í fyrstu tilraun.
Af þeim sem sóttu um hreinkú á svæði 8 varst þú númer 48 en kvótinn var 38 dýr. Þetta þýðir að 9 eru á undan þér í röðinni
Staðfestingargjald verður að greiða fyrir 1. apríl en eftir þann tíma verður úthlutað þeim leyfum sem eftir standa.Gera má ráð fyrir að hluti af leyfunum komi aftur í sölu og verða þá seld þeim sem eru næstir í biðröð og síðan þeim sem voru með umsókn til vara á viðkomandi svæði. Þú munt fá sent bréf um úthlutun um miðjan apríl ef umsókn þín hefur verið afgreidd á þann hátt.
Verklagsreglur úthlutunar eru á vefslóðinni http://www.hreindyr.is ef þú vilt kynna þér þær nánar. Með bestu kveðju,
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 23:40
Þá er búið að úthluta veiðileyfum hjá SVFR...
Fékk svo til allar umsóknirnar sem ég sótti um stangveiði hjá SVFR úthlutað.
má þar nefna.
Hítará I
Fnjóská
Gljúfurá í Borgarfirði
Grímsá
Stóra Laxá III
og svo var mér úthlutað án umsóknar Syðir Brú í Soginu sem ég mun skila inn aftur
Þetta verður frábært veiðisumar. Svo á eftir að skipuleggja alla silungsveiðina í sumar.
25.9.2007 | 23:01
Síðustu veiðitúrar sumarsins
Síðustu veiðitúrar sumarsins...
Fékk 3 laxa í Hítará .... einn í Grettisbæli, annan í Langadrætti og svo einn í Flesjufljóti (með halalús). Sá fiskur er sá eini sem veiddist fyrir neðan veiðistaðina í kringum veiðihúsið í sumar! .... allir komu þeir á svarta snældu
Var svo að koma úr sjóbirtingsveiði í Grímsá... skrapp einn seinnipart.. og fékk einn 2p sjóbirting sem ég elda á morgun og 2 laxa sem var sleppt.. setti í 2 aðra sem ég missti ... á svarta snældu...
Fyrsta sinn sem ég sleppi laxi.....viljandi.....
Þessi flotlína með glæra sökkendanum er algjör snilld.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 11:15
Var við veiðar í Djúpá.
Fór að veiða í Djúpá ásamt Nick í Djúpá, seinnipart laugardags.
Rigning og þoka......urðum ekki varir við fisk fyrr en 1 klst var eftir af veiðitímanum..fengum 2 laxa á flugu úr sama hyl (Nespollur) eftir 15 mín labb á veiðstaðinn, þá vorum við búnir að prófa alla hefðbundna veiðistaði í ánni (sem eru ekki margir).
Þetta er skemmtileg á en er samt þessi svokallaða "tregveiðiá". Ekki auðveld á fyrir ókunnuga. En sem betur fór var ég að veiða með Nick sem gjörþekkir ána til margra ára.
Til stóð að fara á fiskidaga á Dalvík en veiðiáhuginn og sá möguleiki að fá að veiða í Djúpá breytti þeim plönum.
Matur og drykkur | Breytt 21.11.2008 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)