Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hvannadalshnjúkur ......

Það var komin föstudagur og bið eftir ákvörðun ferðafélagsins  hvenær lagt yrði af stað á jökulinn var ekki komin 100%.   Klukkan 14:30 hringdi Palli í mig og sagði að ákvörðun hefði verið tekin ... leggja átti af stað kl 5:00 á laugardagsmorguninn (eftir 13 klst).  Ég hafði aldrei gengið á Vatnajökul hvað þá á hæsta tind Íslands.  Ég er kominn í þokkalegt form, en vigtin hefði mátt vera nær 100 kg (munar 11 kg).                                                                                                                                                                                                                                                                   IMG_7041

Nú var að taka saman græjurnar og koma sér af stað, fyrst austur í Hvolsvöll þar sem Palli og Brynjar biðu með fellihýsi og Patrolinn hans Palla fyrir og síðan áfram austur í Öræfi.   Við vorum komnir í Svínafell í Öræfum kl. 20:00 og fundum okkur góðan stað fyrir fellihýsið.  Það reyndist vera sami staður sem þeir Palli og Brynjar voru á í fyrra.  Fljótlega kom línustjórinn okkar, hann Grétar úr Reynishverfi í Mýrdal með sitt fellihýsi og parkeraði við hliðina á okkar.  Hann hafði líka verið línustjóri Palla og Brynjars í fyrra. Fórum með Grétari um kvöldið og settum upp smá göngubrú yfir læk sem er í gönguleiðinni upp á hnjúkinn.                                                                IMG_7044

Fengum okkur svo orkuríkt nesti og fórum snemma að sofa.   Vekjaraklukkan hringdi kl 4:00 sem okkur fannst ekki of snemmt, en nágrönnum okkar kvennkyns fannst það allt of snemmt!  Veður var mjög gott,  léttskýjað og sólin að koma upp. Lagt var af stað í gönguna rúmlega fimm.   

IMG_7053

Fyrst er gengið upp á Sandfell og kallast sú leið Sandfellsleið.  Ferðin gekk mjög vel og þegar komið var upp á jökulinn sjálfann, þá var farið í línur og voru lagðar 10 línur í snjóinn,  hraðasta lengst til hægri og hægasta lengst til vinstri.  Við völdum línuna hans Grétars sem var nr 5, sem þýddi svona miðlungslínu hraði.  Fórum í belti og línan tengd við hvern og einn.  Í hópnum voru fjórir Akureyringar; þrjár stúlkur og einn karlmaður sem hélt utan um feril, hraða og staðsetningu, þá komu tveir flatlendingar, þeir Palli og Brynjar frá Hvolsvelli og Hellu, síðan einn Garðbæingur og undirritaður, eini Reykvíkingurinn sem rak lestina. Línustjórinn, eins og áður segir heitir svo Grétar og kemur úr Mýrdalnum. Áður en við lögðum aftur af stað, fengum við okkur að borða flatkökur og orkudrykki.                                                                                    IMG_7109

Það var alveg ný reynsla að ganga í línu með mann fastan fyrir framan og aftan.   Þetta lærðist fljótt og var bara nokkuð þægilegt að ganga í svona halarófu.  Færið var laust og sukkum við í snjónn sem var nýr.  Farið var rólega af stað til að byrja með en hraðinn aukinn þegar sást í bakið á síðast manni í næstu línu á undan. Seinna fréttum við að stúlkurnar sem voru fremstar í línunni, héldu í raun uppi hraðanum á línunni en ekki línustjórinn eins og við héldum fyrst. IMG_7126

Veðrið var mjöt gott og sáum við tindinn alla leið í 1500m hæð eða þangað til að skýjabakki kom í bakið á okkur með þoku og hríðarbyl.   Útsýnið var ekkert og snjóaði mjög fljótt í förin og nú fyrst fór Grétar að vera með myndastopp með leiðsögn um útsýnið sem við hefðum getað séð.  Hópurinn í línunni var mjög samhentur og var reglulega tekið stopp til að efla andann og kynnast betur. Tekin voru brandarastopp og í einu þeirra komst Brynjar af  því að hann var "lessa" eftir einn frábærann brandara frá Ástu fjallageit.                                                                IMG_7131

Þetta var löng ganga og mjög erfitt að labba í lausum snjónum sem tróðst ekkert. Rétt undir hnjúknum var farið í ísbrodda og ísexin tekin fram.  Fengum okkur nesti og svo var farið upp mjög bratta brekku þar sem maður sökk oft vel upp fyrir hné,  þetta var frekar erfitt en gekk samt og þegar á sjálfann toppinn var komið þá kom í ljós að við vorum fyrsti hópurinn að ná honum. Við höfðum við farið framúr öllum hinum línunum sem voru fyrir framan okkur í byrjun.  Ferðin upp tók okkur 9.5 klukkustund.                                                                         IMG_7151

Ekkert útsýni var af hnjúknum í 9 stiga frosti, stórhríð og roki. Nutum þess samt! Stoppað og pósað fyrir myndatökur og svo var lagt af stað niður eftir mörg húrrahróp fyrir hópnum og hamingjuóskum með "afrekið".                                                                                      IMG_7142

Niðurferðin tók á hjá sumum sem voru með aum hné, en gekk mjög vel og vorum við komin niður eftir 13 klst og 27 mínútna ferð frá því lagt var af stað.

Þegar niður var komið var grillveisla í boði Ferðafélagsins og eftir það fórum við í heita pottinn í Svínafelli og hvíldum lúin bein.  Enginn okkar fékk blöðrur né aðra sýnilega áverka sem oft eru fylgifiskar í ferðum sem þessum.

Mikið var gott að fá sér bjór og setjast í stól og slaka á.   Grétar bauð svo allri línunni í eggjaveislu í fellihýsinu sínu,  egg sem hann hafði sjálfur tínt; fílsegg, svartbaksegg og svartfuglsegg. Höfðingjaveisla.  Mættu allir í línunni nema Garðbæingurinn.  Drykkja var hófi og spjallað um heima og geima fram eftir nóttu.

Ákveðið var að fara aftur að ári og ekki mundi það nú skemma fyrir að vera með sama fólkinu í línu aftur.  Þetta var samhentur og góður hópur. Takk fyrir frábæra samfylgd og ógleymanlega ferð!

 

Sjá myndir á vefslóðinni  www.elfars.net


Hvannadalshnjúkur

   

  

Eftirfarandi tilkynning var á www.fi.is 

nú er maður orðinn nokkuð spenntur að fara á hnjúkinn ......

Ferð FÍ á Hvannadalshnjúk hefur verið frestað til sunnudags og verður gengið af stað á sunnudagsmorgni kl. 04

Eftir að hafa skoðað vandlega verðurspár og rætt við veðurfræðinga er ljóst að útlitið fyrir sunnudaginn er mun betra en fyrir laugardaginn. Vindur verður þónokkur á laugardag en síðan lægir á sunnudagsmorgun.  

Lagt verður af stað frá Sandfelli kl. 4:00 á sunnudagsmorgun.

 

 


"Jólastemming" í Jarðböðunum í Mývatnssveit um páskana.

      Fórum á föstudaginn langa í Jarðböðin í Mývatnssveit.  Þetta ferðalag hafði verið lengi á döfinni til að skoða þessa "paradís".  Urðum fyrir vonbrigðum því enn voru uppihangandi jólakransar með ljósum í gluggum og úti í lóninu sjálfu var beyglað jólatré með um 60% ljósa logandi!  Húsvörðurinn eitthvað ekki með á nótunum.

      Það var virkilega sorglegt að sjá þetta á sjálfan föstudaginn langa.

      Annars var laugin fín og aðstaðan allt í lagi.   Ég hélt samt að það væri meiri kýsill í vatninu eins og í Bláa Lóninu,  Þetta var bara tært hveravatn!

     


Ítrekað aðalfundarboð Veiðibræðra. http://www.veidi.org/

 

Sælir

Ég ætla að hnýta fluguna um helgina  og skal taka mynd af fyrstu útgáfu "Gláms"  og senda ykkur.

Aðalfundarstaðurinn er ennþá á huldu.

Það fer eftir  því hvað margir mæta.

Brynjar, Skúli,  Aron, Ómar og Ari eru þeir einu sem hafa sýnt einhver viðbrögð við aðalfundarboðinu, annars hefur ríkt "Grafarþögn " um málið

Nú verður gert nafnakall.

 

Elfar mætir

Skúli mætir

Aron mætir

Brynjar mætir

Óðinn mætir

Ómar mætir ekki

Jónas mætir

Ari mætir

Einar mætir ekki eða stutt

Gunnar mætir

Ingó mætir

 

Ef þetta er réttur fjöldi,  9 manns, þá mun ég senda út staðsetningu aðalfundarins eftir helgi.

Þetta er sko spurning um veitingar á aðalfundarstað!

 

Kv

elfar


Nafnið á flugunni er Glámur (gleraugna"glámur")

Uppskrift að flugu ársins 2007.      
       
 Nafnið á flugunni er Glámur  (gleraugna"glámur")      
       
Streamer. Langur leggur   einkrækja eða tvíkrækja      
       
       
Stél:       Rauð hár (íkorna eða hrossa) eða rauð fjöður (samræmi  í stéli og skeggi).   
Búkur:    Blár  tinsel eða ull      
Vöf:        Gyllt vöf frekar grant..      
Kúlur:     2 stk af gull kúlupari (má vera króm) staðsett langsum á legg við stél og við auga. (ekki hefðbundið) 
Skegg:   Rauð hár (íkorna eða hrossa) eða rauð fjöður (samræmi  í stéli og skeggi). Fá en löng.  
Vængur: Frjálst  (Glimmer þræðir skipt í miðju sitt hvoru megin við fremri kúlurnar.  Gull eða hvitir glansandi   má vera loðin….)
       
 Gangi ykkur vel       

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband