25.2.2008 | 09:57
Fékk ekki úthluta hreindýraveiðileyfi á svæði 8 annað árið í röð!
Kæri veiðimaður!
Dregið var úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi þann 23. febrúar sl.
Fjöldi leyfa var 1.333 og fullgildar umsóknir sem bárust voru 3.038. Af þeim fengu 1.333 úthlutað dýri í fyrstu umferð. Því miður fékkst þú ekki úthlutað dýri í fyrstu tilraun.
Af þeim sem sóttu um hreinkú á svæði 8 varst þú númer 48 en kvótinn var 38 dýr. Þetta þýðir að 9 eru á undan þér í röðinni
Staðfestingargjald verður að greiða fyrir 1. apríl en eftir þann tíma verður úthlutað þeim leyfum sem eftir standa.Gera má ráð fyrir að hluti af leyfunum komi aftur í sölu og verða þá seld þeim sem eru næstir í biðröð og síðan þeim sem voru með umsókn til vara á viðkomandi svæði. Þú munt fá sent bréf um úthlutun um miðjan apríl ef umsókn þín hefur verið afgreidd á þann hátt.
Verklagsreglur úthlutunar eru á vefslóðinni http://www.hreindyr.is ef þú vilt kynna þér þær nánar. Með bestu kveðju,
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.