Var við veiðar í Djúpá.

Fór að veiða í Djúpá ásamt Nick í Djúpá, seinnipart laugardags. 

Rigning og þoka......urðum ekki varir við  fisk fyrr en 1 klst var eftir af veiðitímanum..fengum 2 laxa á flugu úr sama hyl (Nespollur) eftir 15 mín labb á veiðstaðinn, þá vorum við búnir að prófa alla hefðbundna veiðistaði í ánni (sem eru ekki margir).

Þetta er skemmtileg á en er samt þessi svokallaða "tregveiðiá". Ekki auðveld á fyrir ókunnuga.  En sem betur fór var ég að veiða með Nick sem gjörþekkir ána til margra ára.

Til stóð að fara á fiskidaga á Dalvík en veiðiáhuginn og sá möguleiki að fá að veiða í Djúpá breytti þeim plönum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband